Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Sumarleyfi

Föstudaginn 15. júlí er lokað í verslun Heimilisiðnaðararins, vegna sumarleyfa starfsfólks.  Vonandi skapar það ekki óþægindi fyrir neinn. Mánudaginn 18. júlí er svo opið samkvæmt venju. 

Minnum á að í sumar er verslunin að staðaldri opin mánudaga - fimmtudaga kl. 12:00 - 18:00 og föstudaga 12:00 - 16:00

Handverkssumarbúðir

Árlega eru haldnar Norrænar handverkssumarbúðir og núna verður það haldið á Íslandi.  Nánar tiltekið Þingeyri, dagana 3. - 9. júlí n.k.  

Þetta eru fjölskyldubúðir þar sem boðið er upp á námskeið fyrir alla aldurshópa, fyrirlestra, dagsferð, sýningar og kvöldvökur.  Það verður líf og fjör og mikið handverk á Þingeyri næstu dagana og vel þess virði að gera sér ferð þangað.

Sjá nánar um handverksbúðirnar hér.

Heimilisiðnaðardagurinn í Árbæjarsafni 2010

Sunnudaginn 5. júní verður hinn árlegi Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni.  Félagsmenn munu sýna margvíslegt handverk eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlusaum, tóvinnu, spjaldvefnað, rússneskt hekl og sauðskinnsskógerð. Á Kornhúsloftinu verður útskriftarsýningu nemenda Heimilisiðnaðarskólans. Einnig verður Þjóðbúningastofa með kynning á þjóðbúningum í Líkn.

Árbæjarsafn opnar  þennan dag sýninguna Buxur, vesti, brók og skór, þar sem sýnd verða heimagerð barnaföt.

Einnig viljum við minna á að veitingasala er opin í Dillonshúsi þar sem margs konar góðgæti er á boðstólum.

Árbæjarsafn er opið alla daga í sumar kl. 10-17.

Á sunnudaginn hefst formleg dagskrá Heimilisiðnaðardagsins kl. 13.

Allir sem mæta á íslenskum búningi fá frítt inn 

 

Aðalfundur

Aðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn 18. maí 2011, kl. 20:00.

Dagskrá fundarins

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. "Hnífar eru góðir til afþreyingar"    Guðrún Hadda Bjarnadóttir heldur fyrirlestur, þann sama og hún hélt á Norrænu heimilisiðnaðarþingi í Noregi á síðasta ári.

Kaffiveitingar í lok fundarins.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e