Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakafffi 6. okt. 2011.

Það verður Hulda Hákonardóttir, markaðs og kynningarstjóri, sem kemur og verður með kynningu á nýja Lopablaðinu frá Ístex. 

Prjónakaffið byrjar eins og alltaf kl. 20:00 í Amokka í Kópavogi.  En húsið er opið frá 18:00 og  Eins líka eins og alltaf býður Amokka upp á léttan kvöldverð á góðu verði!!

Lokað í versluninni föstudag og mánudag

Það verður lokað í verlsun Heimilisiðnaðarfélagsins föstudaginn 5. ágúst og mánudaginn 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Vonum að það komi sér ekki illa fyrir félaga og viðskiptavini.

Þessa sömu daga og helgina á milli tekur þó félagið þátt í Handverksdögum á Hrafnagili svo að á vissan hátt má segja að félagið flytji starfsemina norður í nokkra daga.  

Prjónakaffi í ágúst

Það eru allir velkomnir í næsta prjónakaffi félagsins, haldið í Amokka, Kópavogi, þann 4. ágúst n.k.  kl. 20:00, húsið opnar kl. 18:00

Það er Hulda Hákonardóttir, markaðs og kynningarstjóri hjá Ístex sem mun kynna nýu Kambgarnsbókina og sýna okkur sýnishorn af prjónavörum sem eru í bókinni.  Hún mun einni fræða okkur um starfið sem fer framhjá Ístex.

Eins og alltaf er ýmislegt góðgæti á boðstólum því Karl og frú, þau bregðast ekki.

Hlökkum til að sjá ykkur

Nefndin

Sjónabókin endurútgefin.

Önnur útgáfa (og þriðja prentun) af Sjónabókin er nú komin út.  Hún er því loksins aftur til aftur í verslun félagsins. Bókin er örlítið breytt og endurbætt.  Verð bókarinnar í verlsun félagsins er 17.200,-  Sjá nánar hér um Sjónarbókina  

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e