Fréttir
Prjónakafffi 6. okt. 2011.
- Details
- Created on 04 October 2011
Það verður Hulda Hákonardóttir, markaðs og kynningarstjóri, sem kemur og verður með kynningu á nýja Lopablaðinu frá Ístex.
Prjónakaffið byrjar eins og alltaf kl. 20:00 í Amokka í Kópavogi. En húsið er opið frá 18:00 og Eins líka eins og alltaf býður Amokka upp á léttan kvöldverð á góðu verði!!
Lokað í versluninni föstudag og mánudag
- Details
- Created on 03 August 2011
Það verður lokað í verlsun Heimilisiðnaðarfélagsins föstudaginn 5. ágúst og mánudaginn 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Vonum að það komi sér ekki illa fyrir félaga og viðskiptavini.
Þessa sömu daga og helgina á milli tekur þó félagið þátt í Handverksdögum á Hrafnagili svo að á vissan hátt má segja að félagið flytji starfsemina norður í nokkra daga.
Prjónakaffi í ágúst
- Details
- Created on 03 August 2011
Það eru allir velkomnir í næsta prjónakaffi félagsins, haldið í Amokka, Kópavogi, þann 4. ágúst n.k. kl. 20:00, húsið opnar kl. 18:00
Það er Hulda Hákonardóttir, markaðs og kynningarstjóri hjá Ístex sem mun kynna nýu Kambgarnsbókina og sýna okkur sýnishorn af prjónavörum sem eru í bókinni. Hún mun einni fræða okkur um starfið sem fer framhjá Ístex.
Eins og alltaf er ýmislegt góðgæti á boðstólum því Karl og frú, þau bregðast ekki.
Hlökkum til að sjá ykkur
Nefndin
Sjónabókin endurútgefin.
- Details
- Created on 27 July 2011
Önnur útgáfa (og þriðja prentun) af Sjónabókin er nú komin út. Hún er því loksins aftur til aftur í verslun félagsins. Bókin er örlítið breytt og endurbætt. Verð bókarinnar í verlsun félagsins er 17.200,- Sjá nánar hér um Sjónarbókina