Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Vorönn 2012

Nú er verið að leggja lokahönd á skipulag námskeiða á vorönn 2012.  Janúar og febrúar eru svo gott sem tilbúnir og áætlun fyrir þá má finna  hér.  Skráningar og ábendingar, t.d. um ný námskeið, má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það er um að gera að fylgjast með því heildaráætlunin kemur á næstunni. 

Á næsta prjónakaffi verður skólinn með skemmtilega kynningu. Þar munu nokkrir kennara mæta og segja frá sínu námskeiði.

Námskeið í keðjugerð

Nú strax eftir áramótin verða 2 ný námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum.  Þetta eru námskeið í KEÐJUGERÐ og ÝMSAR KEÐJUR, framhaldsnámskeið. Kennari er Katrin Didriksen, gullsmiður og kennari.  Hægt er að smella á námskeiðin til að fá nánari upplýsingar.

Enn eru nokkur pláss laus á þessum námskeiðum. Fyrirspurnir og skráningu má senda í netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Milli jóla og nýárs

verður verslun Heimilisiðnaðarfélagsins lokuð.  

Viið hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Prjónakaffið 1. des n.k.

Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir verða gestir næsta prjónakaffis.  Þær ætla að kynna nýju prjónablöðin sín LOPI OG BAND.  Fyrra blaðið kom út í ágúst og nú er væntanlegt nýtt blað, barnablað.

Eins og fyrr bjóða Kalli og María, vertarnir í AMOKKA upp á ljúffengar veitingar fyrir og í prjónakaffinu
  • Rjómalöguð aspassúpa með nýbökuðu brauði.
  • Ofnbakað lasagne með pipar, basil og hvítlaukskotasælu ásamt fersku salati.
  • Hvítlauksristuð kjúklingabringa með beikoni, mildri Dion sósu, ostafylltu tortelini og sveet chili ristuðu grænmeti.
Kaka kvöldsins er:
  • Kókos marens með súkkuðaliðbitum og kanil eplarjóma.   
Tilboð á jólabjórnum í ár;  o,f ltr @ 650 kr.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e