Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Milli jóla og nýárs

verður verslun Heimilisiðnaðarfélagsins lokuð.  

Viið hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Prjónakaffið 1. des n.k.

Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir verða gestir næsta prjónakaffis.  Þær ætla að kynna nýju prjónablöðin sín LOPI OG BAND.  Fyrra blaðið kom út í ágúst og nú er væntanlegt nýtt blað, barnablað.

Eins og fyrr bjóða Kalli og María, vertarnir í AMOKKA upp á ljúffengar veitingar fyrir og í prjónakaffinu
  • Rjómalöguð aspassúpa með nýbökuðu brauði.
  • Ofnbakað lasagne með pipar, basil og hvítlaukskotasælu ásamt fersku salati.
  • Hvítlauksristuð kjúklingabringa með beikoni, mildri Dion sósu, ostafylltu tortelini og sveet chili ristuðu grænmeti.
Kaka kvöldsins er:
  • Kókos marens með súkkuðaliðbitum og kanil eplarjóma.   
Tilboð á jólabjórnum í ár;  o,f ltr @ 650 kr.

Gorblót

Árlegt GORBLÓT félagsins er föstudagskvöldið 28. október 2011, kl. 19:00.

Allir félagsmenn og gestir þeirra eru velkomnir. Inngangseyrir er enginn, en allir leggja eitthvað matarkyns á hlaðborð.  Margir ætla að koma í þjóðbúningum og Gorblótið er því tilvalið tækifæri til að nota hann. Það er þó auðvitað ekki skylda og margir munu líka vera "borgaralega" klæddir.

GORBLÓTIÐ er skemmtileg stund, þar sem félagsmenn hittast og gleðjast saman. Sjáumst vonandi sem allra flest.

Prjónakafffi 6. okt. 2011.

Það verður Hulda Hákonardóttir, markaðs og kynningarstjóri, sem kemur og verður með kynningu á nýja Lopablaðinu frá Ístex. 

Prjónakaffið byrjar eins og alltaf kl. 20:00 í Amokka í Kópavogi.  En húsið er opið frá 18:00 og  Eins líka eins og alltaf býður Amokka upp á léttan kvöldverð á góðu verði!!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e