Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffi - 3. maí n.k.

Það er að koma að næsta prjónakaffi, verður 1. fimmtudag maí mánaðar, þann 3. maí. Kl. 20:00 - 22:00, í Amokka í Borgartúni. Eins og alltaf er hægt að koma fyrr og njóta góðra veitinga á Amokka.

Það er Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir sem kemur og kynnir bókina sína: Þóra heklbók.

Námskeið á næstunni

Það eru enn nokkur mjög áhugaverð námskeið eftir á þessari vorönn fyrir fróðleiksfúsa. Velja má námskeiðin hér og fá þannig fram nánari námskeiðslýsingu.

Það er hægt að skrá sig á námskeiðin í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 5517800.

Vorferðin

Árleg vorferð HFÍ verður þann 19. apríl n.k., á sumardaginn fyrsta.  Haldið verður á suðurnes, þar verða skemmtilegir og áhugaverðir staðir skoðaðir og borðað saman. þetta hafa undanfarin ár verið afar skemmtilegar og vellukkaðar ferðir og það ætti því enginn að láta hana fram hjá sér fara.  

Það þarf að skrá sig í ferðina, sjá HÉR

Prjónakaffið í apríl

Prjónakaffi HFÍ í apríl verður þann 12. apríl þ.e. viku seinna en venjulega.  
Sverrir, sá sem gert hefur vefforrit til að hanna prónapeysur kemur og fræðir okkur um það mál. Hlökkum til að hitta sem flesta og látið þetta berast.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e