Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Dagsferð sunnudaginn 28. október

spunasystur logoFerða- og fræðslunefnd efnir til dagsferðar austur í Rangárvallasýslu sunnudaginn 28. október. Ferðinni er heitið á sýningu Spunasystra sem voru heiðursgestir á handverkshátíðinni á Hrafnagili í sumar. Þær stöllur hafa unnið saman í nokkur ár og sýna nú afrakstur þess á sýningu sem haldin er að bænum Skinnhúfu í Holtum. Þaðan er haldið til Hellu í hádegisverðarsúpu á Stracta hótel. Hringnum er lokað með heimsókn til Huldu og Tyrfings í Uppspuna – smáspunaverksmiðju að Lækjartúni í Ásahrepp. Vekjum athygli á þeim möguleika að koma upp í rútuna í Hveragerði eða á Selfossi.

Lagt er af stað í rútuferð frá húsnæði HFÍ í Nethyl 2e kl. 10:00 og er heimkoma áætluð um kl. 16:00. Verð 5.100 kr. Velkomið að taka með sér gesti. Skráning í síma 5515500 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 26. október.

 

Ungt fólk í handverki

Ungt folkStofnaður hefur verið hópur hjá HFÍ af ungu fólki, á aldrinum 15-22 ára, sem hefur áhuga á handverki. Hópurinn ætlar að hittast fyrsta sunnudag í mánuði í húsnæði Heimilsiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e og vinna saman. Markmiðið er að stuðla að möguleikum ungs fólk til að læra og stunda fjölbreytt handverk. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Dagskráin er eftirfarandi (sjá veggspjald pdf hér):

7. október - sunnudagur kl. 16-18.  HEKL - lærðu að lesa heklmunstur. Allir velkomnir byrjendur og lengra komnir. Komið með heklunál nr. 3-4 og garn. Hægt er að fá lánaða heklunálg og garn á staðnum. Leiðbeinandi: Naómi Alda.

4. nóvember - sunnudagur kl. 16-18. Hvernig hannar fólk prjónauppskriftir? Auður Björt Skúladóttir segir frá hvernig hún hannar sínar uppskriftir, bæði peysur og sjöl.

2. desember - sunnudagur kl. 16-18. Heimagerð jólakort. Það er svo gaman að gefa ömmu og afa heimagerð jólakort. Komdu til okkar við kennum þér nokkrar gerðir.

6. janúar - sunnudagur kl. 16-18. Útsaumur - gamli krosssaumurinn. Lærðu gömlu leiðina til að gera krosssaum. Margrét Valdimarsdóttir formaður HFÍ kennir með gleði og ánægju gamla krosssauminn.

Í sumar fór hópur ungs fólks á vegum HFÍ í handverksbúðir fyrir ungmenni í Noregi. Ferðin var sérlega vel heppnuð og góð stemmning í hópnum. Í framhaldi af ferðinni langaði þátttakendum að halda áfram til að hittast og freista þess að draga fleiri áhugasama í hópinn.

Námskeið á haustönn 2018

prjonakaffi sept18 xxBæklingur með námskeiðsframboði Heimilisiðnaðarskólans haustið 2018 liggur nú fyrir (sjá pdf af bæklingi hér). Bæklingurinn er sendur í pósti til félagsmanna en auk þess má nálgast hann á skrifstofu HFÍ.

Námskeiðin verða kynnt á prjónakaffi í Nethylnum fimmtudagskvöldið 6. september kl. 20. Það kvöld verða kennarar á staðnum með sýnishorn - sjón er sögu ríkari. 

Fyrsta prjónakaffi haustsins 6. september

kaffibolliHeimilisiðnaðarfélagið hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Tekið er frí yfir sumarmánuðina en í september hefst fjörið að nýju í húsnæði félagsins að Nethyl 2e.

Fyrsta prjónakaffi haustsins er fimmtudagskvöldið 6. september, húsið opnar kl. 19 en kynningar hefjast kl. 20. Eins og hefð er fyrir á fyrsta prjónakaffi haustsins verður það kvöld kynnt þau námskeið sem eru í boði á haustönn í Heimilisiðnaðarskólanum. Þar kennir að venju ýmissa grasa, vefnaður, prjón og hekl, útsaumur, tóvinna, þjóðbúningasaumur o.fl. o.fl.

Allir velkomnir á prjónakaffi - ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði! 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e