Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Heimilisiðnaðardagurinn í Árbæjarsafni 2010

Sunnudaginn 5. júní verður hinn árlegi Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni.  Félagsmenn munu sýna margvíslegt handverk eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlusaum, tóvinnu, spjaldvefnað, rússneskt hekl og sauðskinnsskógerð. Á Kornhúsloftinu verður útskriftarsýningu nemenda Heimilisiðnaðarskólans. Einnig verður Þjóðbúningastofa með kynning á þjóðbúningum í Líkn.

Árbæjarsafn opnar  þennan dag sýninguna Buxur, vesti, brók og skór, þar sem sýnd verða heimagerð barnaföt.

Einnig viljum við minna á að veitingasala er opin í Dillonshúsi þar sem margs konar góðgæti er á boðstólum.

Árbæjarsafn er opið alla daga í sumar kl. 10-17.

Á sunnudaginn hefst formleg dagskrá Heimilisiðnaðardagsins kl. 13.

Allir sem mæta á íslenskum búningi fá frítt inn 

 

Aðalfundur

Aðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn 18. maí 2011, kl. 20:00.

Dagskrá fundarins

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. "Hnífar eru góðir til afþreyingar"    Guðrún Hadda Bjarnadóttir heldur fyrirlestur, þann sama og hún hélt á Norrænu heimilisiðnaðarþingi í Noregi á síðasta ári.

Kaffiveitingar í lok fundarins.

Aðalfundi frestað

Því miður verðum við enn að fresta aðalfundi félagsins. Reikningar félagsins verða ekki tilbúnir tímanlega fyrir áður boðaðan fund. Ákveðið er að fundurinn verði miðvikudaginn þann 18. maí n.k. kl. 20:00. Dagskrá fundarins er einsog áður var auglýst.

Það er mikilvægt að breyttur fundartími berist til allra félagsmanna, Því eru allir sem tök hafa á, beðnir að láta það fréttast til félaga, sérstaklega þeirra sem lítið nota tölvur.

Minnum félagsmenn á að láta vita af breyttum netföngum.

Vorferðin 14. maí n.k.

Árleg vorferð Heimilisiðnaðarfélagsins verður farin 14. maí n.k.  Lagt verður af stað frá Nethyl 2e, húsnæði félagsins, kl. 9:00.

Nú er ferðinni heitið í Borgarfjörðinn. Þar verður ýmislegt sér til gamans gert. M.a. verða Brúðuheimar í Borgarnesi heimsóttir, einni Stafholtskirkja, Hvanneyri og Fossatún.

Þetta hafa verið mjög skemmtilegar ferðir undanfarin ár. Áhugaverðir staðir, skemmtilegir ferðafélagar og prjónar á lofti hjá þeim sem vilja. Ferðin verður auglýst nánar síðar en það er tilvalið að taka daginn frá.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e