Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffið flytur

Við viljum vekja athygli á að prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélags Íslands, flytur aftur í Hlíðarsmára í Kópavogi.

Kaffihúsið heitir; Cafe Atlanta og er á sama stað og Amokka var.

Áfram verður sami háttur hafður á með mat, kaffi og kökur.

Það verða tilboð í gangi.

Vonumst til að sjá sem flesta og bið ykkur um að láta boð út ganga um þessa breytingu.

Heimilisiðnaðardagurinn í Árbæjarsafni

Árlegur Heimilisiðnaðardagur okkar verður í Árbæjarsafninu n.k. sunnudag, 3. júní. Hefst kl. 13:00  

Það stefnir í afar gott veður, það er því um að gera að skarta öllum fínu þjóðbúningunum sem bíða notkunar.  Hér má sjá nánar um það sem er að gerast á á Heimilisiðnaðardeginum

Framhalds-aðalfundur

Á aðalfundinum var samþykkt að hafa framhaldsaðalfund til að samþykkja reikninga og ræða lagabreytingar og önnur mál. Framhaldsaðalfundurinn verður fimmtudaginn 24. maí 2012, kl. 20:00 í Nethyl 2e.

Vonum að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.

Aðalfundurinn í kvöld

Aðalfundur HFÍ verður í kvöld í Nethyl 2e. Fundurinn hefst kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e