Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffi flytur

Vegna breytinga í Kópavogi mun prjónakaffið flytja nú í febrúar.  Næst verður það því 2. febrúar í AMOKKA í Borgartúni 21a.  Við fáum því áfram að njóta frábæru vertanna í Amokka en bara á nýjum stað!

Vinsamlega látið það berast til allra okkar góðu prjónavina ef þið mögulega getið.  Það væri leiðinlegt ef einhver fer fíluferð í Kópavoginn þegar við ætlum að vera í henni Reykjavík núna.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flestar í Borgartúninu!!

 

Námskeiðsáæltun vorönn 2012

Nú er er námskeiðsáætlunin fyrir vorönnina nánast tilbúin.  Það er hægt að finna hana hér.

Minnum á að allar góðar hugmyndir af nýjum námskeiðum eru vel þegnar, hvort sem er frá ykkur sem viljið læra eitthvað nýtt eða frá kennurum sem hafa áhuga á að kenna eitthvað.....

Vorönn 2012

Nú er verið að leggja lokahönd á skipulag námskeiða á vorönn 2012.  Janúar og febrúar eru svo gott sem tilbúnir og áætlun fyrir þá má finna  hér.  Skráningar og ábendingar, t.d. um ný námskeið, má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það er um að gera að fylgjast með því heildaráætlunin kemur á næstunni. 

Á næsta prjónakaffi verður skólinn með skemmtilega kynningu. Þar munu nokkrir kennara mæta og segja frá sínu námskeiði.

Námskeið í keðjugerð

Nú strax eftir áramótin verða 2 ný námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum.  Þetta eru námskeið í KEÐJUGERÐ og ÝMSAR KEÐJUR, framhaldsnámskeið. Kennari er Katrin Didriksen, gullsmiður og kennari.  Hægt er að smella á námskeiðin til að fá nánari upplýsingar.

Enn eru nokkur pláss laus á þessum námskeiðum. Fyrirspurnir og skráningu má senda í netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e