Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Gorblótinu frestað

Því miður verður að fresta Gorblótinu, sem vera átti í kvöld, vegna veðurs. Við sendum út nýja tilkynning þegar ný dagsetning verðu ákveðin.

Vinsamlega látið þetta berast til þeirra sem ekki eru vel netvæddir og þið vitið að gætu æltað á gorblótið - í von um að enginn fari fýluferð í vonda veðrinu.

VEFNAÐUR, VEFNAÐUR

Það var verið að bæta við nýju vefnaðarnámskeiði nú á haustönnina.  Það er tilvalið að vefa gólfmottu, borðrenning og fleira fyrir heimilið eða bústaðinn. Búið er að setja upp í vefstólinn, Það er bara að setjast niður og skapa í lit fallega hluti. sjá nánar hér

Prjónakaffið næsta fimmtudag.

Á prjónakaffinu n.k. fimmdutdag (6. sept.) kynnum Heimilisiðnaðarskólann og námskeiðin sem haldin verða þar á haustönn. Það hafa allnokkrir kennarar boðað komu sínaog ætla að hafa með sér verkefnin sín og sýna.

Hvetjum alla til að kíkja í Hlíðarsmárann á fimmtudaginn - Prjónakaffið byrjar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 18:00 og þá er hægt að fá sér léttan kvöldverð.

Orkering á Handverkshátíðinni Hrafnagili

Orkering er það þegar blúndur er hnýttar með þar til gerðri skyttu.  Astrid Björk ætlar að kenna orkeringu á Handverkshátíðinni á Hrafnagili. Hún kennir á mánudag og þriðjud.

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur og dúka með þar til gerðri skyttu. Orkeraðar blúndur eru t.d. notaðar í sk

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e