Fréttir

Heimilisiðnaðardagurinn í Árbæjarsafni 2010

Sunnudaginn 5. júní verður hinn árlegi Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni.  Félagsmenn munu sýna margvíslegt handverk eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlusaum, tóvinnu, spjaldvefnað, rússneskt hekl og sauðskinnsskógerð. Á Kornhúsloftinu verður útskriftarsýningu nemenda Heimilisiðnaðarskólans. Einnig verður Þjóðbúningastofa með kynning á þjóðbúningum í Líkn.

Árbæjarsafn opnar  þennan dag sýninguna Buxur, vesti, brók og skór, þar sem sýnd verða heimagerð barnaföt.

Einnig viljum við minna á að veitingasala er opin í Dillonshúsi þar sem margs konar góðgæti er á boðstólum.

Árbæjarsafn er opið alla daga í sumar kl. 10-17.

Á sunnudaginn hefst formleg dagskrá Heimilisiðnaðardagsins kl. 13.

Allir sem mæta á íslenskum búningi fá frítt inn