Fréttir

Vorferðin 14. maí n.k.

Árleg vorferð Heimilisiðnaðarfélagsins verður farin 14. maí n.k.  Lagt verður af stað frá Nethyl 2e, húsnæði félagsins, kl. 9:00.

Nú er ferðinni heitið í Borgarfjörðinn. Þar verður ýmislegt sér til gamans gert. M.a. verða Brúðuheimar í Borgarnesi heimsóttir, einni Stafholtskirkja, Hvanneyri og Fossatún.

Þetta hafa verið mjög skemmtilegar ferðir undanfarin ár. Áhugaverðir staðir, skemmtilegir ferðafélagar og prjónar á lofti hjá þeim sem vilja. Ferðin verður auglýst nánar síðar en það er tilvalið að taka daginn frá.