Fréttir

Prjónakaffihúsið í janúar

Prjónakaffi HFÍ í Amokka, Kópavogi sem alla jafna er 1. fimmdudag í mánuði færist nú á 2. fimmtudag, þ.e. 13. janúar 2011. Þessi undantekning er gerð vegna þess að hefðbundinn tíma ber upp á 13. dag jóla.   Næsta prjónakaffi verður því 13. janúar n.k. Vinsamlega hjálpið okkur að láta þetta berast til prjónakvenna því sumar þeirra eru litlir tölvunotendur.  Það er leitt ef einhverjir fara fýluferð vegna þessa.

Gestir prjónakaffisins verða aðstandendur KLÚBBHÚSSINS sem kynna fyrir okkur saumaklúbbinn vinsæla.