Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Aðalfundur HFÍ 2020 - 27. maí

arbaejarsafn kornhus minniStjórn Heimilisiðnaðarfélags Íslands boðar til aðalfundar:

Miðvikudaginn 27. maí kl. 19.30

Fundurinn er haldinn í Kornhúsinu á Árbæjarsafni í Reykjavík og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna.

Á dagskrá hefðbundin aðalfundar­störf (sjá nánar í lögum félagsins hér).

Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu, og eru aðgengilegir á heimasíðunni, 10 dögum fyrir aðalfund svo að félagsmenn geti kynnt sér þá. Ársreikninga HFÍ árið 2019 má nálagast hér.

Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum. Tillögurnar er hægt að kynna sér á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu 10 dögum fyrir aðalfund. Tillögur til lagabreytinga má nálgast hér.

107. aðalfundur HFÍ sem hér er boðaður er haldinn nokkru seinna en venja er. Staðsetningin er einnig óvenjuleg en í Kornhúsinu á Árbæjarsafni er rúmbetra en í Nethyl og því hægt að tryggja tveggja metra bil á milli fundarmanna. Því miður er ekki hægt að bjóða upp á hressingu á fundinum eins og venja er.

Á aðalfundi flytja stjórn og nefndir ársskýrslur sínar en þær gefa góða mynd af öflugu starfi félagsins. Fróðlegt og skemmtilegt er að heyra af þessu mikla starfi og hvetur stjórn félagsmenn til að mæta á fundinn til þess. Minnum jafnframt á að skýrslurnar eru birtar í aðalfundargerð á heimasíðu okkar eftir fundinn.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e