Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Norrænar handverksbúðir 2020

Youngcraft vefsida skaplegtDagana 1.-5. júlí 2020 verða handverksbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 16-22 ára í Skjern í Danmörku. Þátttaka í búðunum sjálfum kostar 55 evrur. Unnið er að útreikningi á ferðakostnaði en hver þátttakandi fær 200 evru ferðastyrk frá Nordisk kulturfond. Upplýsingar um endanlegan kostnað mun liggja fyrir fljótlega. Aðeins eru 9 pláss í boði - fyrstur kemur fyrstur fær (skráningu lýkur 13. apríl).

Þátttakendur velja eitt aðalnámskeið (og einn vara valkost) sem varir í tvo daga. Að auki eru sameiginlegar smiðjur, partýkvöld, skoðunarferð o.fl. Námskeiðin sem boðið er upp á eru eldsmíði, trérennismíði, spírala skreytingar, himmeli óróar, blúnduprjón, textíl endursköpun, fataviðgerðir. 

Fararstjóri hópsins er Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir. Hún var einnig farastjóri í samskonar ferð sumarið 2018 þegar 8 ungmenni frá Íslandi tóku þátt í frábærri upplifun í Noregi. Kennari fyrir Íslands hönd er Snæfríður Jóhannsdóttir sem kennir prjón.

Skráning fer fram á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e