Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Hefur þú saumað (eða ertu að sauma) faldbúning? Langar þig að skoða íslenska faldbúninginn í London?

faldb1 mailchimpDagana 8.-13. október 2020 leggur Heimilisiðnaðarfélag Íslands land undir fót og heimsækir textílgeymslur Victoria & Albert safnsins í London. Tilgangur ferðarinnar er að skoða faldbúninginn sem Dr. William Hooker hafði með sér frá Íslandi árið 1809 og fjallað er um í bókinni Faldar og Skart. Í boði eru 36 sæti til London þar sem Sigrún Helgadóttir mun halda fyrirlestur á meðan búningurinn verður til sýnis. Allir þeir sem eru félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, og hafa saumað (eða eru að sauma sér) faldbúning, geta skráð sig í ferðina á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Auk þess að heimsækja þessa miklu þjóðargersemi í Blythe House munum við fara á The Antique and Vintage Textile Fair, fá leiðsögn um The Royal School of Needlework og skoða Hampton Court Palace. Fararstjóri í ferðinni er Kristín Vala Breiðfjörð og Sigrún Helgadóttir er, sem fyrr segir, fyrirlesari ferðarinnar.

Dagskrá 8.-13. október:

Fimmtudagurinn 8. október: farið með morgunflugi frá Keflavík til Heathrow, rúta flytur hópinn á hótelið við Kensington Gardens: https://www.thistle.com/en/hotels/london/kensington-gardens.html

Föstudagurinn 9. október: Tveir hópar fara í Blythe House; hópur A er frá klukkan 10:30-12:00 og hópur B er frá klukkan 14:00-15:30. Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur á meðan búningurinn er skoðaður. Um kvöldið er lagt til að hópurinn snæði saman á hótelinu (aðal umræðuefni kvöldsins verður án efa búningurinn fallegi!).

Laugardagurin 10. október: Verslunardagur! Fararstjóri verður með lista og kort yfir álitlegar efnavörubúðir, bókabúðir, söfn og veitingastaði en þátttakendur verða á eigin vegum þennan dag.

Sunnudagurinn 11. október: Dyrnar opna klukkan 09:30 á The Antique and Vintage Textile Fair. Á þessum árlega markaði má finna margt sem kitlar augun, m.a. líberí borðar, hnappar og tölur, klútar og paisly sjöl! Farið verður með leigubílum í Chelsea Old Town Hall, fararstjóri mælir með því að fólk hafi með sér reiðufé og nóg pláss í ferðatöskunum! Eftir hádegi er hægt að heimsækja annað hvort V&A safnið eða Kensington höll. https://www.textilesociety.org.uk/events/  https://www.vam.ac.uk/  https://www.hrp.org.uk/kensington-palace/

Mánudagurinn 12. október: Lagt verður af stað með rútu til Hampton Court Palace. Hópur A heimsækir the Royal School of Needlework klukkan 11:00 og fær leiðsögn um skólann og sýningu á þeirra vegum á meðan hópur B skoðar Hampton Court Palace. Hóparnir hittast í hádegismat klukkan 13:00 og klukkan 14:00 fer hópur B í the Royal School of Needlework á meðan hópur A skoðar höllina. https://royal-needlework.org.uk https://www.hrp.org.uk/hampton-court-palace/

Þriðjudagurinn 13. október: Farið verður með kvöldflugi heim, rúta flytur hópinn frá hótelinu upp á flugvöll. Hægt verður að geyma farangur á hótelinu fram að brottför, þá gefst kostur á því að hlaupa í síðustu búðirnar!

Verð: 255.500 krónur í einbýli - 171.500 krónur í tvíbýli (með fyrirvara um miklar gengissveiflur).

Innifalið: Flug með Icelandair og gisting á Thistle Kensington Gardens ásamt morgunverði, rútuferðir, aðgangseyrir í textílgeymslur V&A, Vintage and Antique Textile Fair, Royal School of Needlework og Hampton Court Palace, fararstjórn og fyrirlesari.

Skráning og nánari upplýsingar: Skrá þarf þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., nánari upplýsingar veitir Kristín Vala í síma 661-3753.

Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags Íslands Nethyl 2 laugardaginn 1. febrúar klukkan 13:30.

Staðfestingargjald: Þegar þátttakendur hafa fengið staðfestingu á sæti í ferðinni þarf að greiða staðfestingargjald 20.000 krónur fyrir 10. febrúar 2020.

Reikningsupplýsingar:

Heimilisiðnaðarfélag Íslands, kt. 600169-6619, Banki: 513-26-5964, Skýring: London, Afrit: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e