Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Námskeið vorönn 2020

gjafabref netidBæklingur með námskeiðum Heimilisiðnaðarskólans vorið 2020 er komin út - nálgast má bækinginn á pdf formi hér. Það er okkur sérstök ánægja að kynna námskeiðsbæklinginn að þessu sinni en hann hefur hlotið andlitslyftingu með nýju útliti ;-)

Námskeiðin eru að venju blanda af hefðbundnum þjóðlegum námskeiðum eins og þjóðbúningasaumi, tóvinnu, vefnaði og útsaumi í bland við nýjungar eins og töskusaum, hattagerð, litafræði, tálgun, sápugerð o.fl. Námskeiðin eru fjölbreytileg og lengd þeirra frá einni kvöldstund til tólf vikna og því víst að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Minnum á að gjafabréf á námskeið eru góð gjöf til vinna og vandamanna, enda eru skapandi stundir á handverksnámskeiðum uppspretta gleði og ánægju.

Námskeiðin verða kynnt á fyrsta prjónakaffi á nýju ári - fimmtudaginn 9. janúar í Nethyl 2e.

Skráning á námskeið fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en gefa þarf upp nafn, kennitölu greiðanda, netfang og símanúmer. Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið á vegum félagsins.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e