Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Vefnaður Virginiju

17883801 1496048613759897 3875299999510054539 nVirginija Stigaite frá Litháen heldur fyrirlestur um vefnaðarferil sinn og verk í sal Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.

Virginija útskrifaðist sem fatahönnuður frá Háskólanum í Kaunas árið 1985. Hún hefur unnið sem stjórnandi hjá Lituanica og Augimita sem sérhæfðu sig í að búa til vefnaðarvöru með nýrri tækni og sem sérfræðingur í leðurvörum hjá Lituanica skóverksmiðjunni. Árið 2012 stofnaði hún eigin vefstofu undir heitinu NYTYS þar sem hún vinnur ofin fatnað, töskur, teppi, mottur, gardínur, borðdúka, borðdregla, handklæði o.fl.

NYTYS tekur þátt í ýmsum handverkssýningum, m.a. Handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 21.-25. nóvember en þar tekur hún nú þátt í fimmta sinn.

Í erindi sínu segir Viginija frá verkum sínum í máli og myndum og sýnishorn verk verða á staðnum. Nánar upplýsingar um verk hennar má sjá á facebook hér og instagram hér.

Aðgangur 1.000 kr., 500. kr. fyrir félagsmenn HFÍ – allir velkomnir.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e