Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffi 7. febrúar

aukaÁ prjónakaffi febrúarmánaðar kemur góður gestur langt að. Það kvöld mun Anna Hulda Júlíusdóttir, sem á og rekur fjölskyldufyrirtækið Hjarta bæjarins á Siglufirði (sjá facebook síður hér) koma í heimsókn. Í versluninni höndlar hún með hönnun og handverk, garn og gjafavöru. Hönnunar- og handverksvörurnar eru unnar af einstaklingum sem eiga rætur í Fjallabyggð.

Anna Hulda er umboðssaðili á Íslandi fyrir hágæða garn frá svissneska framleiðandanum LANG YARNS. Vegna mikillar eftirspurnar á garninu og gjafavöru ákvað hún að opna vefverslun (sjá hér) og þar er hægt að skoða garnúrvalið. Hún kemur í prjónakaffi fljúgandi með kaffivélinni (flugvélin sem fer 16:00 frá Akureyri) og ætlar að kynna garnið og sýna flíkur og prufur úr garninu. Sjón er sögu ríkari.

Að venju opnar húsið kl. 19 en kynning hefst kl. 20 - allir hjartanlega velkomnir.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e