Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

1. desember - 100 ára fullveldishátíð

fullveldi logoHeimilisiðnaðarfélagið mun fagna 100 ára afmæli fullveldisins þann 1. desember. HFÍ hvetur félagsmenn og almenning til að klæðast þjóðbúningum þennan dag. Í samvinnu við Borgarsögusafn efnir HFÍ til samkomu kl. 11.00-12.30 í Aðalstræti 10.  Á þessum tíma er upp á aðstoð við að klæðast þjóðbúningum, svo sem festa höfuðbúnað og skotthúfur og hnýta peysufataslifsi. Prúðbúnir félagsmenn og gestir á þjóðbúningum verða í húsinu á opnunartíma þess, þ.e. kl. 11-17.

Í Aðalstræti er margt áhugavert að skoða en nú er í húsinu ljósmyndasýningin Reykjavík 1918 og sýningin Torfhúsabærinn Reykjavík

Fólk í þjóðbúningum, og aðrir gestir, ganga síðan frá Aðalstræti 10 að Stjórnarráðshúsinu kl. 12.30 þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina kl. 13 (sjá nánar hér) að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra dana. 

stjornarradshusidSetningin fullveldishátíðarinnar við Stjórnarráðshúsið tekur um hálfa klukkustund. Auk ræðu forsætisráðherra flytja m.a. fulltrúar Ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna ávarp og tónlistarflutningur fer fram. Þeir sem taka beinan þátt í athöfninni, ræðumenn, heiðursgestir og tónlistarfólk verða á lóð stjórnarráðsins en gestir frá gangstétt og um allt Lækjartorg þar sem Rauði krossinn býður upp á heitt kakó. Um er að ræða opin og skemmtilegan viðburð þar sem þjóðinni er boðið til hátíðarhalda og rétt að nefna að viðburðurinn við Stjórnarráðshúsið er ekki afgirtur eins og við hátíðarhöldin á Austurvelli 17. júní. 

Eftir athöfnina við Stjórnarráðshúsið er kjörið að spóka sig um bæinn og njóta þeirra viðburða sem boðið er upp á, eða eiga notalega stund í góður félagsskap í Aðalstræti. Má þar t.d. nefna opið húsið í Alþingi kl. 13-18 (sjá hér) en viðburðir í miðbænum verða fjölmargir (sjá dagskrá hér).

Hlökkum til að sjá sem allra flesta !

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e