Fréttir

Frjáls í mínu lífi - leiðsögn á Gljúfrasteini

audur laxnes netidFimmtudaginn 29. nóvember kl. 17 býður Funda- og fræðslunefnd upp á leiðsögn um sýningu á handavinnu Auðar Laxness á Gljúfrasteini. Sýningin ber titilinn ,,Frjáls í mínu lífi" en þar er hönnun og handverk Auðar í öndvegi en nú eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar. Leiðsögnin er sérstaklega skipulögð fyrir félagsmenn HFÍ en Auður starfaði m.a. árum saman í ritnefnd Hugar og handar.

Hópurinn hittast á Gljúfrasteini kl. 17. Þátttaka kostar 1.500 kr. og greiðist á staðnum. Skrá þarf þátttöku ekki seinna á hádegi miðvikudaginn 28. nóvember.

Athugið að þessari sýningu lýkur um áramóti og því er hér einstakt tækifæri til að skoða sýninguna í góðum félagsskap. Sjálfsagt að taka með sér gesti - allir velkomnir!