Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Frjáls í mínu lífi - leiðsögn á Gljúfrasteini

audur laxnes netidFimmtudaginn 29. nóvember kl. 17 býður Funda- og fræðslunefnd upp á leiðsögn um sýningu á handavinnu Auðar Laxness á Gljúfrasteini. Sýningin ber titilinn ,,Frjáls í mínu lífi" en þar er hönnun og handverk Auðar í öndvegi en nú eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar. Leiðsögnin er sérstaklega skipulögð fyrir félagsmenn HFÍ en Auður starfaði m.a. árum saman í ritnefnd Hugar og handar.

Hópurinn hittast á Gljúfrasteini kl. 17. Þátttaka kostar 1.500 kr. og greiðist á staðnum. Skrá þarf þátttöku ekki seinna á hádegi miðvikudaginn 28. nóvember.

Athugið að þessari sýningu lýkur um áramóti og því er hér einstakt tækifæri til að skoða sýninguna í góðum félagsskap. Sjálfsagt að taka með sér gesti - allir velkomnir!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e