Fréttir

Dagsferð sunnudaginn 28. október

spunasystur logoFerða- og fræðslunefnd efnir til dagsferðar austur í Rangárvallasýslu sunnudaginn 28. október. Ferðinni er heitið á sýningu Spunasystra sem voru heiðursgestir á handverkshátíðinni á Hrafnagili í sumar. Þær stöllur hafa unnið saman í nokkur ár og sýna nú afrakstur þess á sýningu sem haldin er að bænum Skinnhúfu í Holtum. Þaðan er haldið til Hellu í hádegisverðarsúpu á Stracta hótel. Hringnum er lokað með heimsókn til Huldu og Tyrfings í Uppspuna – smáspunaverksmiðju að Lækjartúni í Ásahrepp. Vekjum athygli á þeim möguleika að koma upp í rútuna í Hveragerði eða á Selfossi.

Lagt er af stað í rútuferð frá húsnæði HFÍ í Nethyl 2e kl. 10:00 og er heimkoma áætluð um kl. 16:00. Verð 5.100 kr. Velkomið að taka með sér gesti. Skráning í síma 5515500 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 26. október.