Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Dagsferð sunnudaginn 28. október

spunasystur logoFerða- og fræðslunefnd efnir til dagsferðar austur í Rangárvallasýslu sunnudaginn 28. október. Ferðinni er heitið á sýningu Spunasystra sem voru heiðursgestir á handverkshátíðinni á Hrafnagili í sumar. Þær stöllur hafa unnið saman í nokkur ár og sýna nú afrakstur þess á sýningu sem haldin er að bænum Skinnhúfu í Holtum. Þaðan er haldið til Hellu í hádegisverðarsúpu á Stracta hótel. Hringnum er lokað með heimsókn til Huldu og Tyrfings í Uppspuna – smáspunaverksmiðju að Lækjartúni í Ásahrepp. Vekjum athygli á þeim möguleika að koma upp í rútuna í Hveragerði eða á Selfossi.

Lagt er af stað í rútuferð frá húsnæði HFÍ í Nethyl 2e kl. 10:00 og er heimkoma áætluð um kl. 16:00. Verð 5.100 kr. Velkomið að taka með sér gesti. Skráning í síma 5515500 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráningu lýkur kl. 12 föstudaginn 26. október.

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e