Fréttir

Handverkshátíðin á Hrafnagili

hrafnagilHandverkshátíðin á Hrafnagili fer fram dagana 9. - 12. ágúst. Að venju tekur Heimilsiðnaðarfélagið þátt í hátíðinni og kynnir starfsemi sína. Sérstakir gestir hátíðarinnar eru Spunasystur og efnt verður til fjöldaspuna á föstudeginum. Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins er einnig áhersla á íslenska þjóðbúninga. HFÍ lætur ekki sitt eftir liggja í að kynna búningana en auk þess gefst gestum tækifæri á að prófa augnsaum og gamla íslenska krosssauminn. Til sölu verða útsaumspakkningar, riddarateppið og bækur og blöð. 

Hvetjum félagsmenn okkar um land allt að koma við á bás HFÍ!

Athugið að vegna Hrafnagils verður lokað í verslun og á skrifstofu HFÍ föstudaginn 10. ágúst.