Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

17. júní - hátíðarhöld við Austurvöll og hádegisverður

17júni heimasidaÞeim sem klæðast þjóðbúningum er boðið til sætis við hátíðarhöldin við Austurvöll að morgni þjóðhátíðardagsins. Hist er í Iðnó kl. 10 þar sem veitt er aðstoð við að festa skotthúfur og hnýta slifsi og síðan gengið þaðan fylktu liði kl. 10.40. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki síðar en á hádegi fimmtudaginn 14. júní. Hlökkum til að sjá sem flesta á búningi þennan dag - allir hjartanlega velkomnir.

Að loknum hátíðarhöldunum býðst að snæða hádegisverð í Iðnó. Það hátíðlegt og skemmtilegt að hittast yfir góðum hádegisverði á þessum hátíðisdegi. Verð fyrir máltíðina er 3.690 kr. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 15. júní kl. 15 á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5515500. Allir hjartanlega velkomnir.

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmælinu er sérstök ástæða til að nýta tækifærið og klæðast þjóðbúningi þennan dag. ÚT ÚR SKÁPNUM - ÞJÓÐBÚNINGANA Í BRÚK! er yfirskrift verkefnis HFÍ í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins - verkefnið nýtur styrks úr afmælissjóði.

fullveldi logo

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e