Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningasýningin: BÚNINGANA Í BRÚK!

20aldar bak minniLaugardaginn 9. júní kl. 14 opnar Heimilisiðnaðarfélagið sýninguna BÚNINGANA Í BRÚK! í Lækjargötuhúsinu á Árbæjarsafni. Til sýnis eru fjölbreyttar gerðir íslenskra þjóðbúninga. Við opnunina syngja systurnar Iðunn Helga og Gréta Petrína Zimsen örfá lög og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir!

Á opnunardegi sýningarinnar kl. 15-17 vinna félagskonur að handverki sem tengist þjóðbúningum svo sem knipli, baldýringu og útsaumi.

Sýningin stendur til 17. júní og er opin alla daga kl. 10-17. Prúðbúnar félagskonur sitja yfir sýningunni allan sýningartímann og veita gestum góðfúslega upplýsingar um búningana. 

HFÍ stendur fyrir verkefninu Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! í tilefni af fullveldisafmælinu. Þjóðbúningakaffi í janúar, þjóðbúningadagur í Safnahúsinu í mars og ráðgjöf til almennings um þjóðbúninga í apríl eru dagskrárliðir sem þegar hafa farið fram. 

Sýningin er haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins og nýtur styrks úr afmælissjóði - sjá hér.

fullveldi logo

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e