Fréttir

Norrænar handverksbúðir fyrir 16-22 ára í Noregi

Norraenar netidHefur þú áhuga á handverki og vilt kynnast nýju fólki? Ertu á aldrinum 16 – 22 ára? Ef svarið er já skaltu lesa áfram!

The Norwegian Folk Art and Crafts Association býður þér í Norrænar handverkssumarbúðir fyrir ungt fólk 8. – 12. ágúst 2018.

Í fimm daga, frá miðvikudegi 8. ágúst fram á sunndag 12. águst safnast ungmenni frá öllum Norðurlöndunum og Eistlandi saman í Akershus, nálægt Ósló í Noregi, og taka þátt í skapandi starfi. Fimm ungmennum frá Íslandi býðst að taka þátt í búðunum, en með í för er íslenskur hópstjóri/farastjóri, Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir. Skráningarfrestur er til sunnudagsins 27. maí.

Sumarbúðirnar kosta 1.500 NOK (19.500 kr.) í því er innifalin gisting, ferðir til og frá flugvelli, allar máltíðir, vinnustofurnar og allt hráefni. Flugfar frá Íslandi er ekki innifalið í verðinu.

Búðirnar verða haldnar í lýðháskólanum í Romerike í Akershus sem er um 40 km frá Ósló og 7 km frá flugvellinum á Gardermoen. Þetta er heimavistarskóli með tveggja manna herbergjum, einstaklingsherbergjum, eldhúsi, borðstofu og margvíslegum vinnuherbergjum og vinnuaðstöðu. Umhverfið er vel fallið til útiveru og það er stöðuvatn í nágrenninu. Takið með ykkur sundföt!

Dagskrá:

Miðvikudagur 8. ágúst:

Innritun frá kl. 12:00. Leiðsögn um skólann.

18:00 Kvöldmatur. Kynnumst hvort öðru!

Fimmtudagur 9. águst: Vinnustofur

Föstudagur 10. ágúst: Vinnustofur

Laugardagur 11. ágúst: Stuttar vinnustofur. Hátíðarkvöldverður.

Sunnudagur 12. ágúst:

Kl. 9-12: Sýning og kynning á afrakstrinum. Hádegisverður kl. 13, brottför kl. 14. í leiðsögn um Ósló (sérskráning).

Á kvöldin verður skipulögð afþreying þar sem allir taka þátt - takið með ykkur góðar hugmyndir. Vinnustofurnar verða líka opnar ef einhverjir vilja vinna á kvöldin.

Vinnustofur

Þátttakendur velja eina af vinnustofunum úr listanum. Þessar vinnustofur fara fram 9. og 10. ágúst.

Lýsingar á vinnustofum má nálgast á hér. Kynningarmyndband má sjá hér.

Að auki eru stuttar vinnustofur laugardaginn 11. ágúst en val og skráning í þær fer fram á staðnum.

Hagnýtar upplýsingar

Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – skráningarfrestur er til 27. maí. Þar þarf að koma fram, nafn, kennitala, netfang, símanúmer og upplýsingar um forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára.

Verð - Sumarbúðirnar kosta 1500 NOK (19.500 kr.) í því er innifalin gisting, allar máltíðir, vinnustofurnar og allt hráefni. Flugfargjald er ekki innifalinn í verðinu.

Fyrstur kemur fyrstur fær! Einungis átta pláss eru ætluð íslenskum ungmennum. Plássið er tryggt með því að greiða þátttökugjaldið (19.500 kr.) strax í kjölfar skráningar (krafa í heimabanka eða greitt með korti á skrifstofu).

Undirbúningsfundur - Miðvikudaginn 30. maí kl. 20 verður haldinn undirbúningsfundur með farastjóra í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Á þeim fundi fást upplýsingar um bókanir á flugi og kostnað vegna flugfargjalds.

Nánari upplýsingar: Heimilisiðnarfélag Íslands, Nethylur 2e, sími 551 5500, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.