Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Norrænar handverksbúðir fyrir 16-22 ára í Noregi

Norraenar netidHefur þú áhuga á handverki og vilt kynnast nýju fólki? Ertu á aldrinum 16 – 22 ára? Ef svarið er já skaltu lesa áfram!

The Norwegian Folk Art and Crafts Association býður þér í Norrænar handverkssumarbúðir fyrir ungt fólk 8. – 12. ágúst 2018.

Í fimm daga, frá miðvikudegi 8. ágúst fram á sunndag 12. águst safnast ungmenni frá öllum Norðurlöndunum og Eistlandi saman í Akershus, nálægt Ósló í Noregi, og taka þátt í skapandi starfi. Fimm ungmennum frá Íslandi býðst að taka þátt í búðunum, en með í för er íslenskur hópstjóri/farastjóri, Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir. Skráningarfrestur er til sunnudagsins 27. maí.

Sumarbúðirnar kosta 1.500 NOK (19.500 kr.) í því er innifalin gisting, ferðir til og frá flugvelli, allar máltíðir, vinnustofurnar og allt hráefni. Flugfar frá Íslandi er ekki innifalið í verðinu.

Búðirnar verða haldnar í lýðháskólanum í Romerike í Akershus sem er um 40 km frá Ósló og 7 km frá flugvellinum á Gardermoen. Þetta er heimavistarskóli með tveggja manna herbergjum, einstaklingsherbergjum, eldhúsi, borðstofu og margvíslegum vinnuherbergjum og vinnuaðstöðu. Umhverfið er vel fallið til útiveru og það er stöðuvatn í nágrenninu. Takið með ykkur sundföt!

Dagskrá:

Miðvikudagur 8. ágúst:

Innritun frá kl. 12:00. Leiðsögn um skólann.

18:00 Kvöldmatur. Kynnumst hvort öðru!

Fimmtudagur 9. águst: Vinnustofur

Föstudagur 10. ágúst: Vinnustofur

Laugardagur 11. ágúst: Stuttar vinnustofur. Hátíðarkvöldverður.

Sunnudagur 12. ágúst:

Kl. 9-12: Sýning og kynning á afrakstrinum. Hádegisverður kl. 13, brottför kl. 14. í leiðsögn um Ósló (sérskráning).

Á kvöldin verður skipulögð afþreying þar sem allir taka þátt - takið með ykkur góðar hugmyndir. Vinnustofurnar verða líka opnar ef einhverjir vilja vinna á kvöldin.

Vinnustofur

Þátttakendur velja eina af vinnustofunum úr listanum. Þessar vinnustofur fara fram 9. og 10. ágúst.

  • Vistvænt tréverk
  • Mokkalúffur
  • Spjaldvefnaður
  • Led lampi
  • Saumaðu þína skoðun … fá spor – mörg orð
  • Prjónaðu lopapeysu
  • Að renna í tré
  • Saumaðu og skreyttu lausan vasa
  • Saumaðu pils

Lýsingar á vinnustofum má nálgast á hér. Kynningarmyndband má sjá hér.

Að auki eru stuttar vinnustofur laugardaginn 11. ágúst en val og skráning í þær fer fram á staðnum.

Hagnýtar upplýsingar

Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – skráningarfrestur er til 27. maí. Þar þarf að koma fram, nafn, kennitala, netfang, símanúmer og upplýsingar um forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára.

Verð - Sumarbúðirnar kosta 1500 NOK (19.500 kr.) í því er innifalin gisting, allar máltíðir, vinnustofurnar og allt hráefni. Flugfargjald er ekki innifalinn í verðinu.

Fyrstur kemur fyrstur fær! Einungis átta pláss eru ætluð íslenskum ungmennum. Plássið er tryggt með því að greiða þátttökugjaldið (19.500 kr.) strax í kjölfar skráningar (krafa í heimabanka eða greitt með korti á skrifstofu).

Undirbúningsfundur - Miðvikudaginn 30. maí kl. 20 verður haldinn undirbúningsfundur með farastjóra í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Á þeim fundi fást upplýsingar um bókanir á flugi og kostnað vegna flugfargjalds.

Nánari upplýsingar: Heimilisiðnarfélag Íslands, Nethylur 2e, sími 551 5500, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e