Fréttir
Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk!
- Details
- Created on 20 March 2018
Sunnudaginn 8. apríl kl. 13-16 býðst almenningi að koma til Heimilisiðnaðarfélgsins í Nethyl 2e með þjóðbúninga og búningahluta til skoðunar og mátunar. Sérfræðingar í þjóðbúningasaumi og búningasilfri á staðnum til ráðgjafar og ráðleggingar. Allir hjartanlega velkomnir!
Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! er yfirskrift verkefnis sem félagið stendur fyrir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að draga fram þjóðbúninga sem víða leynast í skápum. Sérstaklega er hvatt til þess að ungar konur klæðist búningum formæðra sinna, með því flyst sá menningararfur sem felst í þjóðbúningum á milli kynslóða.
Þennan sunnudag veita Jófríður Benediktsdóttir og Oddný Kristjánsdóttir klæðskerar og þjóðbúningakennarar ásamt Dóru Jónsdóttur gullsmiði og sérfræðingi í búningasilfri gestum upplýsingar. Tækifæri gefst til að máta og fá ráðleggingar hvort gera þurfi breytingar.
Verkefnið er styrk af afmælissjóði #fullveldi1918