Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningadagur í Safnahúsinu


safnahusid 1 netidÁrlegur þjóðbúningadagur verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 11. mars kl. 14 -16.

Almenningur er hvattur til að draga fram þjóðbúninga af öllu tagi, klæðast þeim og koma og sýna sig og sjá aðra. Það er Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands sem boðar til samkomunar.

Í tilefni af fullveldisafmælinu er boðið upp á dagskrá þar sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flytur stutt erindi undir yfirskriftinni „Þjóðminnngardagar 1874-1918“ og Þórarinn Már Baldursson kveður frumsamdar rímur. Auk þess stíga félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur nokkur spor og draga jafnvel gesti með sér í dansinn!

Gera má ráð fyrir að ung kona árið 1918 hafi átt upphlut, peysuföt eða hvoru tveggja. Þjóðbúningar voru táknmynd í sjálfstæðisbaráttu íslendinga og tengjast því fullveldisafmælinu órjúfanlegum böndum. Út úr skápnum – búningana í brúk! Er yfirskrift verkefnis Heimilisiðnaðarfélags Íslands í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins (www.fullveldi1918.is) sem hefur það að markmiði að hvetja til þess að almenningur dragi þjóðbúninga af öllu tagi út úr skápunum og noti þá sem oftast.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e