Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Spennandi námskeið á vorönn

jola netidAð venju býður Heimilisiðnaðarskólinn upp á spennandi námskeið í ýmsu handverki. Bæklingurinn fyrir vorönn 2018 er nú tilbúin og má nálgast á pdf-formi hér. Bæklingurinn verður prentaður á milli jóla og nýárs og sendur til félagsmanna á fyrstu dögum nýs árs.

Námskeiðskynning skólans verður á prjónakaffi félagsins sem haldið verður fimmtudagskvöldið 11. janúar í Nethyl 2e.

Hefðbundin námskeið eins og þjóðbúningasaumur, vefnaður, hekl, prjón og útsaumur verða í boði en einnig verða ýmsar nýjungar svo sem hrosshársfléttun, bútasaum og þrívíddarvefnað.

Þó lokað sé á milli jóla og nýárs er að sjálfsögðu tekið á móti skráningum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Gleðileg jól og farsælt komandi ár - þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e