Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Kljásteinarnir klingja - bókakynning 15. desember

vefnadarbok netidFöstudaginn 15. desember kl. 19 verður bókakynning í húsnæði Heimilisiðnaðarfélag Íslands Nethyl 2e. Þetta kvöld munu þrír höfundar ásamt ritstjóra kynna bókina: Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja sem nýlega kom út hjá Museeumssenteret í Hordaland í Noregi.
 
Höfundar bókarinnar eru margir en Hildur Hákonardóttir (Ísland), Marta Klove Juuhl (Noregur) og Elizabeth Johnston (Hjaltlandseyjar) skrifa ítarlegar greinar um vefnaðinn í heimalöndum sínum. Allar hafa þær fengist við vefnað eða spuna mikinn hluta ævi sinnar. Auk þeirra þriggja verður Atle Ove Martinussen ritstjóri bókarinnar við kynninguna. Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova syngur og Kjartan Valdimarsson leikur undir á píanó.
 
Bókin er að mestu skrifuð á ensku, utan faglegra leiðbeininga, fagurlega myndskreytt og ætluð handverksfólki og öllum þeim sem hafa yndi af sagnfræði. Í bókinni er einnig að finna leiðbeiningar um uppsetningu á kljásteinavef og fróðlegar greinar fræðimanna um textílrannsóknir. Bókin er þriggja landa sýn á vinnu kvenna á Íslandi, Noregi og Hjaltlandi sem störfuðu að vefnaði meðan vararfeldir og síðar vaðmál voru opinber gjaldmiðill. Kirkjutíundir og aðrir skattar voru greiddar með þessum varningi og sama gilti um kaup til verkafólks. Þetta var hægt því vaðmálið var staðlað og auðseljanlegt og því stór liður í utanríkisverslun þessara landa. Vaðmál stóð auk þess að undir margskonar kostnaði fyrir þá sem ferðuðust erlendis eða voru þar við nám. Gjöld til páfa voru einnig greidd með vefnaði.
 
Ísland er ríkast af skrifuðum heimildum um vefstaðinn hvar svo sem leitað er. Noregur varðveitti lifandi hefðina að hluta og Hjaltlandseyjar voru og eru sauðfjárríkar eyjar tengdar lifandi hefð þar sem mikið var verslað með textíla.

Bókin er liður í því að vekja athygli sögu kvenna og gildi hennar. Reynt er að sýna fram á af  Íslands hálfu af hverju við ófum á steinaldarverkfæri í 500 ár eftir að láréttur og snöktum fljótvirkari vefstóll var tekinn upp í flestum löndum Evrópu og byggðist þó útflutningur okkar af langstærstum hluta á vefnaði þegar sú breyting gekk í garð.
 
Bókin verður til sölu á staðnum og eftirleiðis í verslun Heimilsiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e