Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Erindi um Íslensku lopapeysuna

lopapeysan netidÚt er komin bókin ÍSLENSKA LOPAPEYSAN - UPPRUNI, SAGA OG HÖNNUN eftir Ásdísi Jóelsdóttir lektor í textíl við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ásdís heldur erindi um bókina í húsnæði HFÍ í Nethyl 2e fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 20. Bókin verður til sölu á staðnum á 5.900 kr. Allir hjartanlega velkomnir - kjörið að hafa prjónana með!

Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun byggir á viðrækri rannsókn Ásdísar á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila. Lopapeysan hefur fest sig í sessi sem mikilvæg tísku- og minjavara enda séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila. Peysan á sér dýpri rætur í prjóna- og munstursögu þjóðarinnar en löngum hefur verið talið. Saga hennar er einnig mikilvægur hluti handverks-, hönnunar-, atvinnu-, iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar og er markmiðið með bókinni að verðveita þá sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt en um er að ræða fyrsta ritrýnda fræðiritið í textilgreininni hér á landi - útgefandi er Háskólaútgáfan.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e