Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Heimsókn á Gljúfrastein

Gljufrasteinn husidLaugardaginn 14. október kl. 14 stendur Funda- og fræðslunefnd fyrir heimsókn á Gljúfrastein. Heimili Nóbelskáldsins verður skoðað en eins og margir vita var Auður Laxnes eiginkona hans mikil hannyrðakona. 

"Í gegnum árin vann Auður fjölda verka í textíl. Mörg þeirra eru æði framúrstefnuleg og hikaði Auður ekki við að nýta óvenjuleg efni við vinnu sína. En virðing Auðar og áhugi fyrir hefðinni leynir sér þó ekki í verkum hennar og skrifum um hannyrðir og handverk." segir um verk Auðar á heimasíðunni www.gljufrasteinn.is . Auður tengdist Heimilisiðnaðarfélaginu sérstaklega en hún starfaði í ritnefnd Hugar og handar 1971-1984. Í ritinu birtust eftir hana fjölmargar greinar um handverk og hannyrðir auk prjónauppskrifta.

Félagsmenn og gestir þeirra eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er 900 kr. / 700 kr. fyrir eldri borgara. Hópurinn hittist á staðnum og fær leiðsögn kl. 14 - gott er að tilkynna komu sína með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 5500 í síðasta lagi föstudaginn 13. október.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e