Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

adalbjorg netidVerið velkomin á opnun sýninarinnar „Prjónað af fingrum fram“ sunnudaginn 28. maí, kl. 15:00 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur sem er höfundur samnefndar bókar um Aðalbjörgu Jónsdóttur.

Aðalbjörg sem varð 100 ára þann 15. desember síðastliðinn og mun ásamt dóttur sinni Ragnhildi Hermannsdóttur, opna sýninguna og Íris Árnadóttir langömmubarn Aðalbjargar mun syngja. Í tilefni dagsins eru konur sem eiga handprjónaða kjóla hvattar til að draga þá fram í dagsljósið og klæðast þeim. Allir velkomnir!

Sumarsýningin stendur fram á haust. Heimilisiðnaðarsafnið er opið 1. júní - 31. ágúst, alla daga kl. 10-17.

 

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e