Fréttir

Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2017

Eistland netidÍ sumar verða haldin spennandi námskeið í Eistlandi fyrir handverksfólk. Kynningarfundur verður haldinn í Nethylnum laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Á fundinum sýnir Sigurbjörg myndir og segir frá þegar hún tók þátt í samskonar handverksbúðum síðastliðið sumar. Þegar hafa þrjár félagskonur ákveðið taka þátt þetta árið og verða þær á staðnum og veita ráðleggingar varðandi flug og ferðir til Eistlands.
 
Handverksbúðir í Eistlandi í sumar
Dagana 9. – 15. júlí 2017 verða haldin spennandi handverksnámskeið í Olustvere í Eistlandi. Boðið er upp á námskeið í þjóðlegu eistnesku handverki en þátttakendur koma hvaðanæva að.  Það er háskólinn í Tartu sem skipuleggur hátíðina með menningu og hefðir Eistlands að leiðarljósi.
 
Kennarar á námskeiðunum eru handverksfólk og listamenn víða úr heiminum sem hver er sérfræðingur á sínu sviði. Á meðal þess sem er í boði er prjón, hekl, saumar, útsaumur, málun, litun, keramik, gler, silfur, barkarvinna, bein og trevinna. Sjá nánar hér: http://www.kultuur.ut.ee/en/craft-camp/ws.

Snemmskráning er til 31. mars (lægra gjald) en síðasti skráningarfrestur er 15. maí. Skráningin fer fram í tveimur þrepum – gætið þess að fylla fyrst út skref eitt og síðan skref tvö. Verið viss um að fylla út bæði skref þar sem í seinna skrefi þarf að gefa upplýsingar um hvaða námskeið eru valin, dagsferðatilboð, gistingu o.fl.

Nánari upplýsingarnar um námskeiðin má finna á eftirfarandi miðlum Ravelry, Facebook, Vimeo og heimasíðu.