Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Námskeið á næstunni

frett namskeid klippt netidNámskeið á vegum Heimilisiðnaðarskólans nú á vorönn eru í fullum gangi. Mörg námskeið eru fullbókuð en af spennandi námskeiðum framundan, þar sem enn eru laus pláss má nefna:
 
 
Gamlar gallabuxur - Á einni kvöldstund læra nemendur að breyta gömlum gallabuxum í nytjahluti eins og töskur, buddur, tuðrur og fleira. Miðvikudagskvöldið 16. febrúar kl. 18.30 - 21.30 - sjá nánar.
 
Fléttun kaffipoka - Örnámskeið þar sem nemendur læra að undirstöðuatriði í fléttun kaffipoka með því að gera litla kröfu. Þriðjudagskvöldið 14. febrúar kl. 18.30 - 21. 30 - sjá nánar.
 
Prjónaðir dúkar er nýtt námskeið þar sem kennt er að lesa uppskriftir og prjóna og strekja dúka. Líflína í dúkaprjóni er á meðal þess sem nemendur læra. Helgarnámskeið þar sem kennt er laugardag og sunnudag 18. -19. febrúar kl. 9-13 - sjá nánar hér.
 
Prjónatækni þar sem nemendur læra undirstöðuatriði í prjóni svo sem húsgangsfit, silfurfit, tvöfaldan kant, kaðlaprjón, blúnduprjón og tvíbandaprjón. Kennt er fjóra þriðjudaga kl. 17-19 þann 21. og 28. febrúar og 7. og 14. mars - sjá nánar hér.
 
Peysufatabrjóst er hvítt og gjarnan útsaumað. Brjóstið sést á milli treyjubarma peysunnar og er nauðsynlegur hluti peysufata. Nemendur sauma út í peysufatabrjóst og fá aðstoð við frágang. Kennt er þrjá miðvikudaga kl. 18-21, 22. febrúar, 1. og 8. mars - sjá nánar hér.
 
Gimb er sem notuð er við að hekla lengjum utan um sérstakan gimbgaffal. Á þessu örnámskeiði læra nemendur að gimba og gera einn hlut, lítinn dúk eða kúlu. Námskeiðið er eitt skipti miðvikdagkvöldið 22. febrúar - sjá nánar hér.
 
Myndvefnaður er skemmtileg tegund vefnaðar sem unnin er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum og hefur þann góða kost að vera fyrirferðalítill. Námskeiðið er sex skipti, kennt er miðvikdaga kl. 18-21 frá 1. mars - 5. apríl - sjá nánar hér.
 
Staðsetning - námskeiðin fara fram í húsnæði Heimilisiðnaðarskólans í Nethyl 2e.
Skráning á námskeið fer fram með því að senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 5515500. 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e