Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónaskáld á prjónakaffi

Prjónakaffi febrúarmánaðar verður haldið fimmtudagskvöldið 2. febrúar. Þetta kvöld kynnir Kristín Hrund Whitehead bókina PRJÓNASKÁLD sem hún samdi ásamt stöllu sinni Jóhönnu Maríu Esjudóttur.

PrjonaskaldPrjónaskáld er fjölbreytt og framúrstefnuleg handavinnubók þar sem sköpunarkrafturinn ræður ríkjum. Í bókinni eru uppskriftir að peysum, húfum, vettlingum, treflum, kjólum og flíkum sem má nota á fleiri en einn veg.

Kristín Hrund kemur með flíkur með sér og kynnir jafnframt hugmyndafræðina að baki bókinni en hún miðar að því að uppskriftirnar myndi grunn sem auðvelt sé að breyta og bæta eftir óskum hvers og eins.

Nethylur 2e - húsið opnar kl. 19, kynningin hefst kl. 20.
Kaffi og meðlæti á sanngjörnu verði - allir velkomnir!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e