Fréttir

Prjónakaffi - fimmtudaginn 5. janúar

heimasidaFyrsta prjónakaffi ársins verður fimmtudaginn 5. janúar í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Húsið opnar kl. 19 en kl. 20 hefst kynning á spennandi dagskrá Heimilisiðnaðarskólans á vorönn 2017, sjá má námsskrána hér.

Kennarar verða á staðnum með sýnishorn af því fjölbreytta handverki sem læra má á námskeiðum skólans. Frábært tækifæri til að sjá með eigin augum það sem í boði er.

Ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði - velkomin!

Þjóðbúningastofan (sem staðsett er í sama húsnæði og HFÍ) verður með opið á prjónakaffinu. Þangað eru gestir velkomnir til að kynna sér þjóðbúningasaum. Jafnframt býðst að koma með eldri búninga til að fá sérfræðinga til að meta ástand þeirra, til að mynda hvort hægt sé að breyta og laga.