Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffi - fimmtudaginn 5. janúar

heimasidaFyrsta prjónakaffi ársins verður fimmtudaginn 5. janúar í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Húsið opnar kl. 19 en kl. 20 hefst kynning á spennandi dagskrá Heimilisiðnaðarskólans á vorönn 2017, sjá má námsskrána hér.

Kennarar verða á staðnum með sýnishorn af því fjölbreytta handverki sem læra má á námskeiðum skólans. Frábært tækifæri til að sjá með eigin augum það sem í boði er.

Ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði - velkomin!

Þjóðbúningastofan (sem staðsett er í sama húsnæði og HFÍ) verður með opið á prjónakaffinu. Þangað eru gestir velkomnir til að kynna sér þjóðbúningasaum. Jafnframt býðst að koma með eldri búninga til að fá sérfræðinga til að meta ástand þeirra, til að mynda hvort hægt sé að breyta og laga.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e