Fréttir

Jólaföndur í Árbæjarsafni

jolafondur heimasidaÁ sunnudögum á aðventunni er boðið upp á skemmtilegt gamaldags föndur á Árbæjarsafni. Það eru félagar í Heimilsiðnaðarfélaginu sem aðstoða við föndrið sem er til að mynda gerð músastiga, flétun á jólahjörtum og skraut út filti.

Föndrið fer fram á lofti Kornhlöðuhússins kl. 13-17 sunnudagana 4., 11. og 18. desember.  Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf aðgang að safninu. Hvetjum félagsmenn til að mæta á þjóðbúningi og njóta þess fjölmarga sem í boði er á safninu þessa daga en auk föndurs er verið að spinna á baðstofuloftinu í Árbæ, steypa kerti, tálga o.fl.