Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Vorferð laugardaginn 7. maí

Thingvellir3Hin rómaða vorferð Funda- og fræðslunefndar verður farin laugardaginn 7. maí 2016. Lagt verður af stað frá HFÍ í Nethyl 2e kl. 9.00 og ekið um sveitir Suðurlands. Fyrsti viðkomustaðir eru Þingvellir en fulltrúi þjóðgarðsins tekur á móti hópnum og veitir leiðsögn m.a. um Þingvallakirkju. Þaðan er haldið að Hótel Grímsborgum í Þrastarskógi þar sem snæddur er hádegisverður (sveppasúpa). Þá verður ullarsetrið í Þingborg heimsótt en þar hefur lengi farið fram öflugt starf í tengslum við ull, ullarvinnslu og handverk ýmiskonar. Þaðan verður haldið að Forsæti í Flóa og skoðuð tréskurðarsýning. Að lokum verður staldarð við í Sveitabúðinni Sóley þar sem hópurinn fær kaffi og meðlæti áður en haldið verður af stað heim á leið.

Þátttökugjald í ferðina er 9.000 kr. Innfallið er: Rúta, leiðsögn, aðgangseyrir, hádegisverður og kaffihressing. Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 500 í síðasta lagi miðvikudaginn 4. maí.

Athugið að greiða þarf fyrir ferðina fyrirfram inn á reikning (eða með reiðufé á skrifstofu) ekki seinna en miðvikudaginn 4. maí. Þetta er nauðsynlegt til að fá staðfestan þátttökfjölda vegna rútu og veitinga. Upplýsingar um bankareikning fást við skráningu.

Hlökkum til að sjá sem flesta og bendum á að félagsmönnum er velkomið að bjóða með sér gestum í ferðina.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e