Fréttir

Þjóðbúningadagur sunnudaginn 13. mars

buningadagur 1

Safnahúsið við Hverfisgötu verður umgjörð Þjóðbúningdags sem haldinn verður sunnudaginn 13. mars kl. 14. Á þessum degi hittist fjöldi fólks í þjóðbúningum af öllu tagi til að sýna sig og sjá aðra. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa og fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélaginu munu klæða konu í faldbúning frá skyrtu og undirpilsi að fullum skrúða. Gestum gefst auk þess kostur á að fá aðstoð við að klæðast búningum, til að mynda hnýta peysufataslifsi eða festa húfur. Þetta er því kjörið tækifæri til að klæðast þjóðbúningum. Á þessum degi er hvatt til þess að fólk af frá öðrum löndum komi í sínum þjóðbúningum svo fljölbreyttnin megi vera sem mest.

Allir eru hjartanlega velkomnir á þjóðbúningadaginn hvort sem þeir klæðast sjálfir búning eða vilja heldur dáðst að öðrum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa hugleitt að sauma búning en hafa ekki látið verða af því ennþá sem og alla þá sem njóta þess að dáðst að fallegu handverki.

Dagskrá

14:00 - Boðið upp á aðstoð við klæðnað

14:30 - Frá undirpilsi að fullum skrúða - kona klædd í faldbúning

15:00 - Danssýning

 

Tilboð á kaffihúsinu í tilefni dagsins.