Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningakaffi í Hannesarholti

thjodbuningar netidSunnudaginn 24. janúar kl. 14 er þjóðbúningakaffi í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Hittumst á búningum og eigum saman notalega stund í huggulegu umhverfi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna enda er hér á ferðinni kjörið tækifæri til að viðra þjóðbúninga hvaða nafni sem þeir nefnast, upphlutir, peysuföt, faldbúningar, herrabúningar, kyrtlar, skautbúningar og barnabúningar. Þeir sem nýlokið hafa við að sauma þjóðbúning eru sérstaklega velkomnir.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 21. janúar. Sérstakt tilboð verður á kaffiveitingum í tilefni dagsins, kaffi og kökudiskur með sneiðum af hjónabandssælu og súkkulaðiköku með rjóma á 1.350,- kr.

Hannesarholt er sérlega skemmtilegt umhverfi fyrir þjóðbúningakaffi en húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein fyrsta ráðherra Íslands. Í Hannesarholti er rekin fjölbreytt menningarstarfsemi ásamt veitingarekstri en nánar má lesa um Hannesarholt á heimasíðu hússins hér.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e