Fréttir

Mörg spennandi námskeið vorið 2016

Nú er unnið hörðum höndum að því að skipuleggja námskeiðin á vorönninni. Að venju verða vönduð þjóðbúningasaumsnámskeið í boði og faldbúningsumsjónatíma. Útsaumur í peysufataslipsi og skyrtu og svuntusaumur er á meðal námskeiða sem tengjast þjóðbúningum. Tíu vikna vefnaðarnámskeið sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum hefst um miðjan janúar auk þess sem hægt er að koma og vefa þjóðbúningasvuntur í uppsettan vefstól. Þjóðleg námskeið eins og tóvinna og spjaldvefnaður verða á dagskrá. Ýmis prjón og heklnámskeið verða í boði, bæði sígild námskeið og nýjungar. Útsaumur heillar marga svo sem svartsaumur, hvítsaumur og þrívíddarsaumur. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á lengri eða styttri námskeiðum.