Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Mörg spennandi námskeið vorið 2016

Nú er unnið hörðum höndum að því að skipuleggja námskeiðin á vorönninni. Að venju verða vönduð þjóðbúningasaumsnámskeið í boði og faldbúningsumsjónatíma. Útsaumur í peysufataslipsi og skyrtu og svuntusaumur er á meðal námskeiða sem tengjast þjóðbúningum. Tíu vikna vefnaðarnámskeið sem ætlað er bæði byrjendum og lengra komnum hefst um miðjan janúar auk þess sem hægt er að koma og vefa þjóðbúningasvuntur í uppsettan vefstól. Þjóðleg námskeið eins og tóvinna og spjaldvefnaður verða á dagskrá. Ýmis prjón og heklnámskeið verða í boði, bæði sígild námskeið og nýjungar. Útsaumur heillar marga svo sem svartsaumur, hvítsaumur og þrívíddarsaumur. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á lengri eða styttri námskeiðum.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e