Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Námskeiðsbæklingur f. haustönn 2015

Nú er komin út bæklingur um námskeið haustsins (sjá pdf hér). Að vanda er úrvalið fjölbreytt. Í boði verða tvö námskeið í þjóðbúningasaumi og fjölmörg námskeið sem tengjast þjóðbúningunum á einn eða annan hátt svo sem möttulsaumur, undirpils, útsaumur í peysufatabrjóst, svuntuvefnaður, skyrtu og svuntusaumur, baldering, víravirki, baldýring og knippl. Þjóðleg námskeið eins og jurtalitun, tóvinna og spjaldvefnaður eru einnig á dagskrá. Prjón, hekl og útsaumur er sívinsælt og fjölmörg námskeið sem því tengjast í boði bæði fyrir byrjendur og þá sem þegar kunna handtökin. Örnámskeið sem aðeins eru eitt skipti njóta sérstakra vinsælda en slík námskeið eru til að mynda myndhekl, tvöfalt prjón, tvennt í einu á einn prjón, láréttar lykkjur og fyrst á réttunni svo á röngunni. Ýmsar nýjungar eru á dagskrá til að mynda sápugerð og tálgun ýsubeina. Nánari upplýsingar um einstök námskeið má finna fyrir miðju á forsíðu eða hér

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e