Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Handverksnámskeið fyrir börn

4. – 14. ágúst 2015   (sjá einnig hér)

Undanfarin ár hefur Heimilisiðnaðarfélagið boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Námskeiðin hafa heppnast ákaflega vel og mörg börn koma ár eftir ár.

Spennandi handverki er fléttað inn í skemmtilegt starf. Allir fá að spreyta sig á fjölbreytum verkefnum við hæfi. Við nýtum okkur nærumhverfið, Árbæjarsafn og Elliðaárdalur heimsótt. Sem fyrr heldur Marianne  Guckelsberger utan um námskeiðið en alltaf eru tveir kennarar á staðnum.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. ágúst og endar með uppskeruhátíð föstudaginn 14. ágúst (9 dagar). Dagskráin hefst kl. 9 að morgni lýkur kl. 16. Gott er að börnin hafi slopp, boli eða svuntu til að klæðast yfir fötin sín því það verður litað, tálgað, málað og unnið með lím svo eitthvað sé nefnt. Börnin mæta með nesti og klædd eftir veðri.

Verð 48.800,- kr. en fyrir félagsmenn 43.920,- kr. Nauðsynlegt er að greiða 12.000,- kr. staðfestingargjald. Upplýsingar og skráning í síma 551 7800 / eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e