Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffið flytur til baka

Kæru prjónavinir.

Nú er prjónakaffið komið aftur á gamla góða staðinn þar sem það hefur verið lengstum. Nú heitir staðurinn Cafe Atlanta. Þar munu nýir eigendur bíða okkar með kaffi og kökur og / eða ef fólk vill frekar léttan kvöldverð fyrir prjónakaffið!  Endilega látið þetta berast, sérstakl til þeirra sem ekki eru nettengdir.

Héléne Magnússon  (prjonakerling.com ) mun kinna göngu og prjónaferðir sem hún skipuleggur og í leiðinni íslenskt eingirni sem hún hannar!!

Munið að prjónakaffið er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði!!

 

Hélène Magnússon, Prjónakerling, kynnir *göngu- og prjónaferðir* sem hún skipuleggur í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Hún endar  ferðina Prjónað um Víkingaslóð með okkur á prjónakaffi ásamt hópi prjónakvenna frá ýmsum löndum. Þema ferðarinnar var íslenskt blúnduprjón og mun Hélène nota tækifærið til að kynna einnig fyrir okkur *Love Story bandið* sem er einstaklega mjúkt og fínt íslenskt eingirni hannað af henni til að gera það allra besta úr íslensku ullinni.Ullin er í náttúrulegu sauðalitunum.
 " />
 Munið að prjónakaffi er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e