Fréttir

Prjónakaffið 1. des n.k.

Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir verða gestir næsta prjónakaffis.  Þær ætla að kynna nýju prjónablöðin sín LOPI OG BAND.  Fyrra blaðið kom út í ágúst og nú er væntanlegt nýtt blað, barnablað.

Eins og fyrr bjóða Kalli og María, vertarnir í AMOKKA upp á ljúffengar veitingar fyrir og í prjónakaffinu
  • Rjómalöguð aspassúpa með nýbökuðu brauði.
  • Ofnbakað lasagne með pipar, basil og hvítlaukskotasælu ásamt fersku salati.
  • Hvítlauksristuð kjúklingabringa með beikoni, mildri Dion sósu, ostafylltu tortelini og sveet chili ristuðu grænmeti.
Kaka kvöldsins er:
  • Kókos marens með súkkuðaliðbitum og kanil eplarjóma.   
Tilboð á jólabjórnum í ár;  o,f ltr @ 650 kr.