Fréttir

Gorblót

Árlegt GORBLÓT félagsins er föstudagskvöldið 28. október 2011, kl. 19:00.

Allir félagsmenn og gestir þeirra eru velkomnir. Inngangseyrir er enginn, en allir leggja eitthvað matarkyns á hlaðborð.  Margir ætla að koma í þjóðbúningum og Gorblótið er því tilvalið tækifæri til að nota hann. Það er þó auðvitað ekki skylda og margir munu líka vera "borgaralega" klæddir.

GORBLÓTIÐ er skemmtileg stund, þar sem félagsmenn hittast og gleðjast saman. Sjáumst vonandi sem allra flest.