Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Aðalfundur HFÍ 2020 - 27. maí

arbaejarsafn kornhus minniStjórn Heimilisiðnaðarfélags Íslands boðar til aðalfundar:

Miðvikudaginn 27. maí kl. 19.30

Fundurinn er haldinn í Kornhúsinu á Árbæjarsafni í Reykjavík og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna.

Á dagskrá hefðbundin aðalfundar­störf (sjá nánar í lögum félagsins hér).

Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu, og eru aðgengilegir á heimasíðunni, 10 dögum fyrir aðalfund svo að félagsmenn geti kynnt sér þá. Ársreikninga HFÍ árið 2019 má nálagast hér.

Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum. Tillögurnar er hægt að kynna sér á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu 10 dögum fyrir aðalfund. Tillögur til lagabreytinga má nálgast hér.

107. aðalfundur HFÍ sem hér er boðaður er haldinn nokkru seinna en venja er. Staðsetningin er einnig óvenjuleg en í Kornhúsinu á Árbæjarsafni er rúmbetra en í Nethyl og því hægt að tryggja tveggja metra bil á milli fundarmanna. Því miður er ekki hægt að bjóða upp á hressingu á fundinum eins og venja er.

Á aðalfundi flytja stjórn og nefndir ársskýrslur sínar en þær gefa góða mynd af öflugu starfi félagsins. Fróðlegt og skemmtilegt er að heyra af þessu mikla starfi og hvetur stjórn félagsmenn til að mæta á fundinn til þess. Minnum jafnframt á að skýrslurnar eru birtar í aðalfundargerð á heimasíðu okkar eftir fundinn.

Viltu starfa í stjórn eða nefnd?

logoAðalfundur HFÍ er venjulega haldinn um miðjan maí en vegna Covid-19 ástandsins hefur ákvörðun um tímasetningu fundarins verið frestað fram í byrjun maí þegar nánar liggur fyrir um þróun samkomubannsins sem nú ríkir.

Hvort sem aðalfundurinn verður í vor, sumar eða haust þá hefur uppstillinganefnd hafið störf við að leita eftir góðu fólki í stjórn og nefndir félagsins. Starf í stjórn og nefndum er góð leið til að leggja sitt af mörk til starfsemi félagsins, nefndirnar eru fjölbreyttar og verkefnin því margbreytileg og spennandi. 

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að gefa sig fram við upstillinganefnd sem fyrst en nefndin mun ljúka störfum í maí. Eins eru ábendingar um áhugasamt fólk, sem uppstillinganefndin getur haft samand við vel þegnar.

Uppstillinganefnd skipa Freyja Kristjánsdóttir, Ívar Ólafsson og Solveig Theodórsdóttir.

Netfang nefndarinnar er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Það verður ánægjulegt að halda aðalfund. Á aðalfundi er meðal annars deilt upplýsingum um öflugt starf stjórnar og nefnda með ársskýrslum auk þess sem sagt er frá framtíðaráformum.

Breyttir tímar um tíma!

verslunVegna Covid 19 hefur öllum námskeiðum Heimilisiðnaðarskólans fram á vor verið aflýst eða frestað.

VERSLUNIN er með skertan opnunartíma - opið kl. 12 - 16 alla daga (í stað til kl. 18) til 4. maí.

Eftir sem áður tökum við á móti pöntunum í síma 5515500 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hægt að sækja eftir samkomulagi eða fá sent.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í endurbættu húsnæði.

Hugur og hönd á timarit.is

H og H 1976178Ársrit Heimilsiðnaðarfélags Íslands Hugur og hönd er nú aðgengilegt á rafrænu formi á timarit.is (sjá hér). 

Ritið hefur komið út frá árinu 1966 og hefur að geyma vandaða umfjöllun um handverk og listiðnað auk uppskrifta. Hugur og hönd er sígilt rit um sígilt efni sem á sér dyggan hóp lesenda. Margt af því sem birtist í elstu eintökum blaðsins hefur aftur komist í tísku því eins og við öll þekkjum gengur allt í hringi. Eldri blöð eru því kjörin hugmyndabanki að nýjum og spennandi handverksverkefnum.

Félagsmenn HFÍ fá ársritið sent um leið og árgjöld eru innheimt á vorin en auk þess er hægt að vera áskrifandi af ritinu sérstaklega (án þess að vera félagsmaður). Fjölmargir árgangar af Hug og hönd eru enn fáanlegir á pappírsformi en margir árgangar eru löngu uppseldir. 

Hugur og hönd mun áfram koma út á óbreyttu formi, þ.e. prentað. Á timarit.is verður þriggja ára birtingartöf, þ.e. þrír nýjustu árgangarnir eru ekki aðgengilegir á netinu.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e