Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Breyttur opnunartími í sumar

RIDDARATEPPID LITLAFrá 12. júní - 11. ágúst er verslun okkar í Nethyl 2e opin mánudaga til fimmtudaga kl. 12-17 og föstudaga kl. 12-16.

Þann 14. ágúst lengist opnunartíminn mánudaga til fimmtudaga en helst óbreyttur á föstudögum.

Hjá okkur fæst allt til þjóðbúningasaums, lopi og garn frá Ístex, bækur og blöð, efni til jurtalitunar, útsaumsverk eins og stóra og litla Riddarateppið og fleira.

Handverksnámskeið fyrir börn 8-15 ára í ágúst

Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Árbæjarsafn stendur fyrir handverksnámskeiðum fyrir börn í ágúst.
 
Það jafnast fátt á við að að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Á námskeiðinu læra börnin margt skemmtilegt svo sem að tálga, vefa, mála, gera sultu, jurtalita og margt margt fleira. Verkefnin eru við allra hæfi, fjölbreytt og skemmtileg. Kennararnir eru handverks- og listafólk sem vant er að vinna með börnum. Við efnisval er lögð áhersla á náttúruleg efni og endurvinnslu sem setur svip á hin sönnu listaverk. Námskeiðið er haldið í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni.

barnanamskeid netidTímabil námskeiða:
Námskeið 1:
8. - 11. ágúst kl. 9-16 (8-12 ára – f. 2005-2009)
Námskeið 2:
8. – 11. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 – 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 1 og 2: 24.000 kr
Námskeið 3:
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (8 – 12 ára – f. 2005 – 2009)
Námskeið 4:
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 - 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 3 og 4: 30.000 kr
 
ATHUGIÐ - veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur til þeirra sem taka þátt báðar vikurnar. Verð fyrir 9 daga námskeið = 43.300 kr. (í stað 54.000 kr)
Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn og kennitala barns
Nafn og kennitala greiðanda
Númer námskeiðs

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

adalbjorg netidVerið velkomin á opnun sýninarinnar „Prjónað af fingrum fram“ sunnudaginn 28. maí, kl. 15:00 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur sem er höfundur samnefndar bókar um Aðalbjörgu Jónsdóttur.

Aðalbjörg sem varð 100 ára þann 15. desember síðastliðinn og mun ásamt dóttur sinni Ragnhildi Hermannsdóttur, opna sýninguna og Íris Árnadóttir langömmubarn Aðalbjargar mun syngja. Í tilefni dagsins eru konur sem eiga handprjónaða kjóla hvattar til að draga þá fram í dagsljósið og klæðast þeim. Allir velkomnir!

Sumarsýningin stendur fram á haust. Heimilisiðnaðarsafnið er opið 1. júní - 31. ágúst, alla daga kl. 10-17.

 

 

Prjónagleði á Blönduósi 9. - 11. júní

prjonagledi netidPrjónagleði verður haldin á Blönduósi, helgina 9.-11. júní á vegum Textílseturs Íslands. Á hátíðinni er boðið upp á yfir 20 námskeið og fyrirlestra sem tengjast prjóni með einum eða öðrum hætti. Einnig verða sölubásar þar sem prjónatengdur varningur verður til sýnis og sölu.

Kynnið ykkur spennandi dagskrá á heimasíðunni www.prjonagledi.is. Sögulegur prjónagjörningur fyrir 83 manneskjur fer fram laugardaginn 10. júní – ekki missa af því! 

ATHUGIÐ skráningargjald hækkar eftir 26. maí, skráning fer fram á vefnum - sjá hér.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e