Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningakaffi í Hannesarholti 27. janúar

hannesarholt heimasida minniSunnudaginn 27. janúar kl. 14 er þjóðbúningakaffi í Hannesarholti við Grundarstíg 10. Hittumst og eigum notalega stund á búningum. Þeir sem hafa nýlokið við að sauma þjóðbúning eru sérstaklega velkomnir. Kaffi og hjónabandssæla 1.300 kr. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 5500 ekki seinna er á hádegi 25. janúar. Félagsmenn og aðrir gestir hjartanlega velkomnir!

Að loknu kaffisamsætinu, kl. 15-16 verður fyrirlesturinn: "Sigurður málari og konurnar í kring".

elsa osk alferdsdottir

Það er Elsa Ósk Alferðsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem flytur erindið en hún er höfundur greinarinnar "... VJER ERUM ALLIR MEIR EN VJER VITUM LEIDDIR AF TILFINNÍNGUM KVENNFÓLKSINS - SIGURÐUR MÁLARI OG KONURNAR Í KRING" sem út kom í bókinni Málarinn og menningarsköpun. Sigurðar málara (1833-1874) er gjarnan meðal annars minnst fyrir að hafa eflt áhuga á þjóðlegum klæðnaði kvenna en hann var einn helsti hvatamaður að þjóðlegri menningarsköpun á Íslandi upp úr miðri 19. öld. Bókin Málarinn og menningarsköpun og Bláu blöðin og Gulu blöðin 

Nánar má lesa um Sigurð Guðmundsson málara á sérstakri heimasíðu honum til heiðurs - sjá hér. (munsturblöð Sigurðar) verða til sölu á staðnum.

Námskeið á vorönn 2019

prjonakaffi3Námskeiðsbæklingur Heimilisiðnaðarskólans fyrir vorið 2019 er komin út - bæklinginn má nálgast á pdf-formi hér.

Námskeiðsframboðið er fjölbreytt: Þjóðbúningasaumur, vefnaður, útsaumur, tóvinna, orkering, hrosshársfléttun, kríl, körfufléttun, vinnu úr mannshári, litun, sápurgerð og tálgun eru á meðal námskeiða.

Bæklingurinn verður sendur á prentuðu formi í pósti til félagsmanna á fyrstu dögum nýs árs. Námskeiðin verða kynnt á fyrsta prjónakaffinu á nýju ári fimmtudaginn 10. janúar kl. 20 í Nethyl 2e. Það kvöld verða kennarar og sýnishorn á staðnum.

Kynnið ykkur úrval námskeiða!

 

Lokað á milli jóla og nýárs

mailchimp xÓskum félagsmönnum, nemendum og viðskiptaavinum okkar gleðilegra jóla. Þökkum skemmtilegt, gæfuríkt og öflugt starf á árinu sem er að líða.

Skrifstofa og verslun Heimilisiðnaðarfélagsins er lokuð á milli jóla og nýárs

Opnun aftur: miðvikudaginn 2. janúar kl. 12-18.

Prjónakaffi 6. desember AUGNSAUMUR

AugsaumurÁ prjónakaffi desembermánaðar, fimmtudaginn 6. des, býðst gestum að taka þátt í örnámskeiði í augnsaumi.

Allir gestir fá java, nál, þráð, mynstur og eintak af ársritinu Hug og hönd 1984 en þar er einmitt að finna grein um íslenskar útsaumgerðir og leiðbeiningar um augnsaum. Auk þess verður boðið upp á aðstoð á staðnum. 

Húsið opnar kl. 19 en örnámskeiðið hefst kl. 20. Að venju mun hin rómaða prjónakaffinefnd sjá um veitingar sem að þessu sinni verða jólalegar. Allir hjartanlega velkomnir - aðgangur og örnámskeið ókeypis (en veitingar seldar á vægu verði!).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e